Mar 24, 2009

Annað, gamalt


Hundapeysa, úr Lopa 25


Heklaðar grifflur úr lopa og skrautgarni


Peysur á barnabörnin. Keypti þá gráu á markaði á Fiskidögum á Dalvík 2009.

Heklaðir vettlingar


Heklaði þessa upp úr Prjóniprjón, Álafoss lopi.

Fleiri peysur, gamalt


Peysa úr Prjóniprjón á litla frænku, tvöfaldur plötulopi. Varð svolítið stór, það á að nota einfaldan :)


Fyrsta peysan sem ég gerði á eiginmanninn, þrefaldur plötulopi.


Mikið notuð, þessi uppskrift er í Lopa 28

Peysur, gamalt


Þetta er frí uppskrift af vefnum hjá Ístex. Tvöfaldur plötulopi. Verst að dóttirin er ekkert sérstaklega hrifin af þessari peysu.


Þessi peysa er mjög einföld, gerð úr 3 stykkjum sem eru saumuð saman. Léttlopi, uppskrift úr Prjóniprjón.


Þetta er fyrsta peysan sem ég prjónaði. Er á soninn. Gerði húfu í stíl.

Fleiri gamlar húfur


Þessa heklaði ég í snatri, redding fyrir 6 ára afmæli.


Hekluð "ömmuhúfa".


Önnur útgáfa af ömmuhúfu, þessa notar dóttirin mikið.


Sonurinn kvartaði yfir því að það væru til 100 bleikar húfur. Heklaði þessa því á hann, er úr Cool flamme.


Flottur með húfuna.

Húfur, gamalt


Perluprjón, léttlopi og skrautgarn. Heklaði blóm til skrauts.


Þessi er hekluð úr Cool flamme og einhverju bleiku sem ég man ekki hvað heitir.